MATARAUÐUR VESTURLANDS
Vefur um matartengd verkefni, vestlenskan mat, matarhandverk, matgæðinga, matartengda viðburði og Veislu á Vesturlandi
Gott er að hafa mikinn mat og marga tyllidaga
Matarauður Vesturlands er mikill. Mannauður og náttúran til sjós og lands gefur okkur tækifæri til að framleiða gæðavörur og veitingar. Vestlendingar leggja því mikla áherslu á að efla matarauðinn, því matvinnsla til sjávar og sveita auk ferðaþjónustu eru mikilvægir atvinnuvegir og kjölfesta byggðar á Vesturlandi.
Það er alltaf að aukast matvinnsla og aðgangur að góðum mat úr heimabyggð, auk þess sem fjölgar metnaðarfullum veitingaaðilum og fallegum veitingastöðum sem gefur okkur öllum tækifæri til að njóta og gleðjast yfir góðri matarupplifun á Vesturlandi.
Því er ástæða til að hampa því sem vel er gert og boðið er upp á varðandi mat og matarmenningu á Vesturlandi.
Því langar okkur til að halda „matarhátíð“ á Vesturlandi, þar sem allir hugsa um mat en einnig verði ýmis upplifun, skemmtun og fræðsla í boði– til að dvelja við og njóta.
Því viljum við blása til „Veislu á Vesturlandi“, í nóvember og köllum eftir samstarfi við matarframleiðendur, veitingaaðila og fleira skemmtilegt fólk sem vill setja upp eða standa fyrir
viðburðum með áherslu á matarmenningu og matarupplifun á Vesturlandi.
Einnig langar okkur til að halda sérstakan „matarmarkað“ í formi farandsmatarmarkaðar sem mun koma heim í hérað helgina 13. og 14. nóv.
Þá langar okkur til að kynna og segja frá hvar hægt er að fá góðan vestlenskan mat í „matarbúrið“ Við viljum líka kynna fyrir fólki „matgæðinga“ Veturlands, þa aðila sem vinna að því alla daga að auka og efla matarauðinn okkar.
Auk þess langar okkur til að segja frá áhersluverkefninu „Matarauður Vesturlands“ sem styrkt er af Sóknaráætlun Vesturlands til að auka og efla matarauð Vesturlands.