top of page

Bláskel og þari úr Breiðafirði

Viðtal frá 2017

Tíu ár eru liðin frá því fyrirtækið Íslensk bláskel og sjávargróður ehf. var stofnað og hóf ræktun á bláskel. „Skelin er um þrjú ár að vaxa í markaðsstærð en við höfum verið að uppskera skelina og selja í sjö ár núna,“ segir Símon Már Sturluson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta hefur gengið ágætlega og skelin okkar hefur verið með góða holdfyllingu. Salan hefur verið vaxandi á hverju ári og þá aðallega í okkar landshluta, frá Hvalfirði og vestur. Það skiptir okkur miklu máli að eiga góð viðskipti við aðila í nágrenninu, eins og þá sem vilja selja matvöru úr héraði. Sérstaða okkar á Snæfellsnesi er einmitt sjávarfang og ég er ánægður að sjá hversu margir hér eru einmitt að nýta sér það og bjóða upp á ferskt sjávarfang á matseðli,“ segir Símon og bætir því við að um 85% af sölu bláskelja þeirra sé á Vesturlandi.



Aukin sala sjávargróðurs


Bláskelin, sem oftast er þekkt sem kræklingur, er ekki veidd heldur ræktuð í svokallaðri línuræktun. „Við leggjum út línu, sem er ekki ósvipuð kaðli í útliti, sem lirfur setjast á, stækka og verða að bláskelinni. Línan er svo dregin upp í bát þegar skeljarnar hafa þroskast og eru tilbúnar. Það er því talað um að fara og sækja skel, ekki veiða hana,“ segir Símon. Eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna selur það einnig sjávargróður. „Sala á sjávargróðri er alltaf að aukast og seljum við talsvert af honum til Norðurlandanna. Flestir Íslendingar þekkja söl, sem eru þurrkuð og verkuð til manneldis. Annar sjávargróður er minna þekktur meðal Íslendinga en tegundirnar eru þó töluvert margar og alltaf að fjölga. Sem dæmi erum við nýlega byrjuð að taka upp tvær nýjar tegundir, annars vegar Maríusvuntu og hins vegar Þangskegg, sem bragðast ekki svo ósvipað trufflusveppum,“ segir Símon.


Sjávargróður vinsæll í snyrtivörur


„Það er engin sérstakur uppskerutími fyrir bláskelina en sjávargróðurinn er eins og gróður á landi, með ákveðinn uppskerutíma. Skelina er hægt að taka allt árið, svo lengi sem ekki komi eiturþörungar í hana. Á þessum tíu árum höfum við aðeins einu sinni þurft að stoppa framleiðslu vegna eiturþörunga og það var einungis í þrjár vikur,“ segir Símon. „Sjávargróðurinn er ekki aðeins notaður til manneldis heldur er hann t.d. einnig notaður í snyrtivörur. Þörungar hafa í sér allskyns bætandi efni og hefur íslenska húðvörufyrirtækið Taramar notað sjávargróður frá okkur í vörur sínar. Áhugi fólks á þörungum fer sívaxandi enda eru þeir allra meina bót,“ segir Símon og brosir. ið

Tíu ár eru liðin frá því fyrirtækið Íslensk bláskel og sjávargróður ehf. var stofnað og hóf ræktun á bláskel. „Skelin er um þrjú ár að vaxa í markaðsstærð en við höfum verið að uppskera skelina og selja í sjö ár núna,“ segir Símon Már Sturluson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta hefur gengið ágætlega og skelin okkar hefur verið með góða holdfyllingu. Salan hefur verið vaxandi á hverju ári og þá aðallega í okkar landshluta, frá Hvalfirði og vestur. Það skiptir okkur miklu máli að eiga góð viðskipti við aðila í nágrenninu, eins og þá sem vilja selja matvöru úr héraði. Sérstaða okkar á Snæfellsnesi er einmitt sjávarfang og ég er ánægður að sjá hversu margir hér eru einmitt að nýta sér það og bjóða upp á ferskt sjávarfang á matseðli,“ segir Símon og bætir því við að um 85% af sölu bláskelja þeirra sé á Vesturlandi.




Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page