top of page

Kraumandi samstarf

Kraumandi samstarf Háafells og Krauma, viðtal frá 2019


Krauma stendur við Deildartunguhver í Reykholti. Staðurinn opnaði fyrir tveimur árum og samanstendur af dásamlegum nátturulaugum og vinsælum veitingarstað. Ekki skrítið því staðurinn leggur mikla áherslu á hráefni úr héraði. Má þar nefna geitaplattann frá nágrönnum þeirra á Háafelli. Við fengum Jóhönnu á Háafelli og Jónas framkvæmdastjóra Kraumu til að segja okkur aðeins frá þessu samstarfi.


Mælir frekar með því sem þú þekkir


„Svona samstarf skiptir gríðarlegu máli. Ég átti mér alltaf þann draum að finna veitingastað i nágrenninu sem hefði kjark til að nota geitaafurðirnar því þar sem geitin er vernduð af Slow Food samtökunum þá passar það mun betur en að senda allt til Reykjavíkur. Svo vinnum við líka saman og bendum á hvort annað. Starfsmenn Krauma eru boðnir frítt í heimsókn til að kynnast okkar starfi því þú mælir alltaf frekar með því sem þú þekkir. Svona samstarf verður að góðri vináttu“ segir Jóhanna og Jónas bætir við „Samstarfið skiptir Krauma miklu máli. Tengingin við fyrirtæki í Borgarfirði er það sem Krauma leggur áherslu á, að kaupa eins mikið og við getum frá bændum og fyrirtækjum í Borgarbyggð. Háfell er eitt af þeim fyrirtækjum sem Krauma er búið að vera í samstarfi við frá upphafi og erum við mjög ánægð með það“.Allir spyrja um geitaplattann


Geitaplattinn er borin fram á timburplatta og á honum er fennil- og sítrónugrafin geit, grenireykt geit, dill og hvítlauks geita confit, geita feti, geita brie, pikklað grænmeti. „Allir okkar viðskiptavinir spurja um geitaplattan, því það er mjög erfitt að fá þessa vöru á öðrum veitingahúsum á Íslandi. Geitaplattinn er forréttur en hægt að fá sem aðalrétt og plattinn er tilvalin til að deila með öðrum“ segir Jónas.


Skapa sérstöðu


Ostana fær Krauma fullunna frá Háafelli en annað er unnið úr geitakjötinu í eldhúsinu hjá þeim. „Við erum að gera sex mismunandi tegundir af geitafetaosti, stundum gerum við Brie og Galta sem er mitt á milli ferskost og cameberts. Núna erum við í fyrsta skipti að prófa að gera Gaudaost. Við erum líka að framleiða pylsur, paté og þrjár tengundir af ís úr geitamjólk og erum í þróunarferli með Matís að gera skyr úr geitamjólk. Síðan geri ég sápur úr geitamjólkinni og krem úr tólginni“ segir Jóhanna.


Greinilegt er að samstarf veitingaraðila og framleiðenda í héraði er ávinningur fyrir báða aðila sem og undirstaða þess að skapa eitthvað alveg sérstakt á hverjum stað.Recent Posts

See All

Comments


bottom of page