top of page

Fyrsta íslenska jurtamjólkin á markað

Viðtal frá 2019

Karen Jónsdóttir rekur Café Kaja og er auk þess haldin nýsköpunarsýki

Karen Jónsdóttir er eigandi að Kaju á Akranesi. Um er að ræða heildsölu, verslun og kaffihús

í hjarta bæjarins. Allar hennar vörur eru lífrænar og er kaffihúsið eina lífrænt vottaða kaffihús

landsins. Þá er verslunin hennar með yfir áttatíu umbúðalausar vörutegundir, sem gerir hana

að stærstu umbúðalausu versluninni á landinu.„Grunngildi mín í rekstri eru umhverfisvitund bæði í umbúðum, í framleiðslunni sem og í nýtingu hráefna. Lífrænt er þegar öllu er á botninn hvolft bara umhverfisvænasta leið landbúnaðarframleiðslu,“ segir Karen.

Áhugi Karenar á lífrænum vörur kviknaði upphaflega vegna veikinda hennar sjálfrar. Þegar

hún fór að skoða hllutverk næringar og virkni fæðu á líkamann. Í framhaldi af því stofnaði

hún sína eigin heildsölu 2013 og fór að flytja inn lífrænar vörur. Byrjaði á því að flytja inn

stórpakkiningum með þurrvörum, lífrænum olíum og fleiri lífrænum vörum sem henni fannst

vera skortur á.


„Verslunina opnaði ég í beinu framhaldi heildsölunar og þar er ég að selja

vörurnar sem ég flyt inn í bland við aðrar gæða lífrænar vörur sem og úrval af minni eigin

framleiðslu. Kaffihúsið er síðan nýjasta viðbótin. Ég opnaði það til að geta boðið upp á mína

framleiðslu þar sem og að sporna við matarsóun. Á kaffihúsinu fæ ég tækifæri til að nýta það

hráefni sem er að detta á tíma í versluninni og í heildsölunni. Allt vinnur þetta svona fallega

með hvort öðru,“ segir Karen.


En Karen er ekki bara dugleg við að stofna og reka fyrirtæki, hún er einnig mikill frumkvöðull

þegar kemur að nýsköpun. Fjölmargar nýjungar hafa komið á markað frá Kaju á undanförnum

árum með dyggri aðstoð frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Má þar nefna hráar Vegantertur, glúteinlaust Vegan og Ketó frækex og hún er eini íslenski pasta-framleiðandinn og framleiðir bæði ferskt og þurrkað pasta. Þá eru ótaldir þrjár tegundir af jurta Latte drykkjum sem hún er að framleiða. En þeir eru einmitt kveikjan að því að búa til og framleiða fyrstu íslensku jurtamjólkina. Um er að ræða byggmjólk sem unnin er úr lífrænu íslensku byggi frá bændunum sem eiga fyrirtækið Móður Jörð. Karen þurfti ekki einungis að finna réttu blönduna heldur hanna allt framleiðsluferlið, því íslenski markaðurinn hentar ekki fyrir þær lausnir sem til eru í heiminum í dag fyrir framleiðslu jurtamjólkur.


Aðspurð hvaðan þessi drifkraftur komi svarar hún: „Ég er með nýsköpunarsýki á hái stigi,

bara þoli ekki þegar eitthvað sem ætti að vera til er ekki til,“ segir hún og hlær; „og núna

þegar grunnmjólkin er tilbúin get ég farið að horfa til þess að framleiða eitthvað fleira

bragðgott og skemmtilegt úr henni.“

Recent Posts

See All

Kommentare


bottom of page