Viðtal frá 2017
Hjónin Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir fluttu frá Vestmannaeyjum í Sólbyrgi í Borgarfirði fyrir nærri áratug síðan og gerðust grænmetisbændur. Aðspurður hvað hafi orðið til þess að þau ákváðu að flytja í Borgarfjörðinn og gerast grænmetisbændur, svarar Einar og segist ekki eiga neitt gott svar við því. „Ætli það hafi ekki verið smá ævintýraþrá nú eða bara að straumurinn hafi legið þangað fyrir okkur og við bara fylgdum og vonuðum að það færi ekki mjög illa,“ segir Einar og hlær.
Hjónin Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir fluttu frá Vestmannaeyjum í Sólbyrgi í Borgarfirði fyrir nærri áratug síðan og gerðust grænmetisbændur. Aðspurður hvað hafi orðið til þess að þau ákváðu að flytja í Borgarfjörðinn og gerast grænmetisbændur, svarar Einar og segist ekki eiga neitt gott svar við því. „Ætli það hafi ekki verið smá ævintýraþrá nú eða bara að straumurinn hafi legið þangað fyrir okkur og við bara fylgdum og vonuðum að það færi ekki mjög illa,“ segir Einar og hlær.
Til að rækta jarðarber allt árið þarf að nota lýsingu yfir dimmasta tíma ársins og gerir það bændum erfitt fyrir. „Við höfum verið að rækta jarðaberin allt árið undir lýsingu en rafmagn er svo dýrt að við þurfum að breyta um ræktun yfir veturinn.Við erum einnig búin að vera að rækta kál og kryddjurtir og stefnum á að færa okkur meira yfir í það yfir vetrartímann. Þar horfum við til þess að nota umhverfisvænar umbúðir og minnka plastið. Þetta er enn á tilraunastigi hjá okkur en við erum spennt fyrir því að geta boðið landanum uppá þessar umhverfisvænu og kolefnissporalausu afurðir,“ segir Einar.
Íslendingar mikilvægir viðskiptavinir
„Sala á jarðaberjum hefur verið mjög góð hjá okkur í ár,“ segir Einar. „Veðurfarið hefur samt aðeins haft áhrif á söluna hjá okkur. Í fyrra, þegar það var brakandi blíða allt sumarið, seldist mjög vel en núna hefur veðrið ekki verið jafn gott og þá finnum við fyrir því. Við leggjum töluvert uppúr því að selja hér heima og eru mikilvægustu kúnnarnir okkar Íslendingar á ferðalögum. Þegar veðrið er síðra eru þeir ekki að skila sér í útilegur eða sumarbústaði hér í nágrenninu og þá selst ekki jafn vel hjá okkur. Þetta hefur engu að síður verið alveg fínt sumar,“ segir Einar að lokum.
Comments