top of page

Rjómabúið Erpsstöðum

Viðtal frá 2017

„Við erum með kúabúskap og framleiðum mjólkurvörur, auk þess sem við bjóðum upp á gistingu fyrir fólk í húsi hér á bænum, svo það er nóg að gera,“ segir Þorgrímur Einar Guðbjartsson, mjólkurfræðingur og bóndi á Erpsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu, þegar blaðamaður heyrði í honum. Þorgrímur og Helga Elínborg Guðmundsdóttir opnuðu Rjómabúið Erpsstöðum vorið 2009 en fram að því voru þau með hefðbundinn kúabúskap. Þau byggðu nýtt fjós á bænum, komu sér upp heimavinnslu og fóru að framleiða rjómaís. „Þetta hefur aðeins undið uppá sig og í dag framleiðum við skyr, osta, skyrkonfekt og ís í mörgum bragðtegundum,“ segir Þorgrímur. „Gestir sem koma til okkar, bæði þeir sem eru í gistingu og aðrir, hafa kost á að skoða fjósið og heimavinnsluna okkar og fá fræðslu um vinnsluferlið og íslenskan búskap og búskaparhætti í Dölunum,“ segir Þorgrímur.

„Ég hef yfirumsjón með framleiðslunni en hef góða starfsmenn með mér. Það er ein kona hér úr sveitinni sem sér alveg um að búa til ísinn og önnur sem sér um skyrkonfektið. Ég fæ svo mjólkurfræðing til mín tvisvar í mánuði til að sjá um ostagerðina. Svo hjálpast allir heimilismeðlimir að,“ segir Þorgrímur aðspurður hvort þau Helga sjái ein um framleiðsluna. „Ég sé svo um að pakka vörunni, geri hana klára fyrir sölu og skila henni af mér í verslanir eða veitingastaði. Vörurnar okkar eru bæði seldar í versluninni Frú Laugu í Reykjavík og Ljómalind í Borgarnesi,“ bætir hann við.Opna sýningu um skyr


Þau Þorgrímur og Helga hafa staðið í framkvæmdum undanfarna mánuði þar sem þau eru að breyta búð sem þau hafa verið með í öðrum endanum á fjósinu. „Við erum með búð hér þar sem gestir geta komið og keypt vörurnar okkar. Hingað hefur fólk einnig getað komið, sest niður og fengið sér ís og komist í návígi við dýrin,“ segir Þorgrímur og bætir því við að nokkur minni húsdýr og gæludýr séu á staðnum fyrir gesti að skoða og kynnast. „Við erum að breyta öllum innréttingum og skipulagi í búðinni og setja upp litla sýningu um skyrgerð, hvernig skyrið var gert áður fyrr og hvernig það er gert í dag,“ segir Þorgrímur. „Stefnan var að opna sýninguna í október en það er óvíst að það náist,“ bætir hann við. Þorgrímur segir búðina venjulega bara vera opna yfir sumartímann en að þau reyni alltaf að taka á móti gestum allt árið ef haft er samband við þau fyrst.Recent Posts

See All

Comments


bottom of page